Starf í hjálparsveit er ekki bara þjálfun, flokkastarf og útköll, heldur er margvíslegt félagsstarf tengt sveitinni, rekstur hennar, fjármál og samskipti við sveitarstjórn, landssamtök og önnur félög.

Frá upphafi hefur HSSK haldið sveitarfundi þar sem rætt er um starfið og stjórn fengið leiðsögn, en rík hefð er að leita eftir samstöðu um stærri mál.

Það einkennir sveitarstarfið að  margir félagar koma úr vinahópum sem myndast höfðu í skátastarfi og þá hefur þátttaka í hjálparsveitarstarfi verið mjög ríkt innan fjölskyldna. Formlegar kröfur til þátttakenda hafa aukist í gegnum tíðina og formleg innganga í sveitina hefur ávallt verið í heiðri höfð.

Glæsilegt áramótablað komið út

Veglegt og vandað áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er komið út með áhugaverðu efni. Eins og við var að búast kveður við sögulegan tón í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar. Blaðið er einstaklega [...]

Afmælisveisla fyrir velunnara og félaga

Afmælishóf var haldið í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar 4. nóvember 2019. Bílarnir voru settir út og bílageymslan var lögð undir samkomu með félögum og velunnurum. Árni Jónsson tók meðfylgjandi myndir. Stofnfélagar [...]

Myndarleg sýning í Smáralindinni

Félagar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi héldu sýningu fyrir bæjarbúa og aðra gesti í Smáralind 2. nóvemer 2019 í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar. Myndina að ofan tók Sigfús Valtýr Helgason þegar þegar [...]

500 félagar á 50 árum

Það er 491 félagi sem hefur klárað nýliðastarfið og fengið formlega inngöngu í Hjálparsveit skáta í Kópavogi og að auki eru tveir nýliðahópar í sinni 2ja ára þjálfun. Annar nýliðahópurinn lýkur í vor og [...]

  • Smámynd

Afmælisganga HSSK 2009

Í tilefni af 40 ára afmæli Hjálparsveitar skáta í Kópavogi var farið í veglega afmælisgöngu. Hér eru myndir Árni Jónsson tók og þær segja sína sögu. Viljir þú hins vegar bæta við þá sögu [...]

Átta félagar sátu stofnfund sveitarinnar

Stofnfundur Hjálparsveitar skáta var haldinn þriðjudaginn 4. nóvember 1969. Átta félagar sátu stofnfundinn en það voru Haraldur Friðriksson formaður, Einar Stefánsson gjaldkeri, Bjarni Þormóðsson ritari, Þorvaldur Sigmarsson, Gunnsteinn Sigurðsson, Pétur [...]

Allar helgar í sex ár

„Við byrjuðum árið 1962 og á því ári náðum við að reisa sperrurnar,“ segir Haraldur Friðriksson sem var í hópi þeirra sem reistu skátaskálann Þrist í Þverárdal við Esjurætur. [...]