Stiklað á stóru yfir viðburði í sögu sveitarinnar.

Aðdragandi að stofnun sveitarinnar

1969  – stofnárið  

  • Stofnfundur var haldinn 4. nóvember 1969. Stofnfélagar voru 12. Samþykkt að nýir félagar væru teknir inn í sveitina ef þeir hefðu verið skátar eða yrðu skátar. Fyrstu viðfangsefni eru húsnæðismál, tækjabúnaður, bílamál.
  • Haldin námskeið í skyndihjálp og rötun fyrir sveitarfélaga og skátafélagið.
  • Ákveðið að hafa reglulega fundi síðasta föstudag í hverjum mánuði.
  • Æfingaferðir jafnan dagsferðir og farið á einkabílum.
  • Samþykkt að félagar verði slysatryggðir og iðgjald fellt inn í félagsgjald.

1970   

  • Í júni 1970 tók Hekla að gjósa. Upp kom hugmynd um að setja 10 krónu mynt með ártalinu 1970 i glóandi hraun mola, selja þá og afla þannig fjár.  Sala gekk ekki vel og hagnaður óverulegur.
  • Sveitinni áskotnaðist Bedford vörubifreið árgerð 1942 sem gera þurfti upp.  Mikilll tími fór í það verkefni og leið annað starf fyrir. Búinn öllum hugsanlegum bilunum.
  • Gengið til Þingvalla á einum degi, 50 km.
  • Skokkhópur stofnaður.
  • Ákveðið að fara í flugeldasölu til fjáröflunar og var Gunnsteinn í forsvari fyrir verkefnið.  Pöntunarlistum fyrir flugelda dreift í hvert hús í bænum, þeim safnað saman nokkrum dögum síðar.  Flugeldar keyrðir heim til fólks milli jóla og nýárs. Verkefnið tókst vonum framar, var mikli vinna, en skilaði töluverðum hagnaði.

1971   

  • Félagar brugðust við ákalli frá Blóðbankanum og gáfu sumir blóð reglulega síðan.
  • Þrátt fyrir mikla vinnu og kostnað er Bedford enn ekki nothæfur en hefur valdið nokurri ólgu inna sveitarinnar.  Gunnsteinn fær á stjórnarfundi samþykkta heimild til að reyna sölu á bílnum, það tókst síðar á árinu.
  • Á sveitarfundi 22.7.1971 sagði Haraldur sig úr stjórn og tók Gunnsteinn við sem formaður. Ástæðan var ágreiningur um kostnað og skiptingu hagnaðar vegna fjallaferðar á bíl Haraldar og Péturs, sem farin var í nafni sveitarinnar með útlendinga.
  • Með stuttum fyrirvara fékk sveitin beiðni um að taka að sér sjúkragæslu á Laugarvatni um verslunarmannahelgi. Fjórir félagar tóku þetta að sér og fengu lánaðan bíl til að geta sinnt þessu.
  • Gunnsteinn og Sigurður áfram í forsvari fyrir flugeldasöluna. Salan gekk vel og er þetta nú orðinn trygg fjáröflunarleið.
  • Samþykkt að láta sauma 20 stk. anorakka í Hveragerði.
  • Sveitin stofnaðili að LHS, Landssambandi Hjálparveita Skáta 27.11.1971.
  • Keyptur Dodge Weapon í desember 1971

1972    

  • Sveitin enn á hrakhólum með húsnæði, en hafði fundaraðstöðu hjá Skátafélaginu að Borgarholtsbraut 7.
  • Sveitin með sjúkragæslu á Laugarvatni um verslunarmanna helgi þar voru þá um 18 þúsund gestir.
  • Samþykkt að breyta starfsári og miða við almannaksár.  Aðalfundur skuli haldinn fyrir 10. febrúar.
  • Fyrsta umsókn um inngöngu í sveitina frá kvenmanni samþykkt.  Á sama fundi var samþykkt, með öllum greiddum atkvæðum, að hámarks fjöldi kvenna yrði ekki meiri en 20% af virkum félögum.
  • Í samsstarfi við Slysavarnadeildina Stefni sótti sveitin um afnot af hluta af skemmu í eigu bæjarins.

1973  

  • Sveitin tók þátt í björgunaraðgerðum vegna eldgoss í Heimaey, sem hófst 23. janúar 1973.  Fyrsta verkefni var móttaka flóttafólks í Þorlákshöfn, síðar björgunaraðgerðir í Eyjum, sem stóðu í marga daga.
    Myndband: Haraldur Friðriksson og Bjarni Axelsson rifjuðu upp aðgerðir í Vestmannaeyjagosinu.
    Vegna gossins var ekki hægt að halda aðalfund fyrir 10. febrúar eins og nýsamþykkt lög gerðu ráð fyrir.
  • Skinn með eiðstaf sveitarinnar útbúið og allir félagar undirrituðu.  Eftir þetta fór undirritun eiðstafs fram á aðalfundi.
  • Sveitin sinnti sjúkragæslu í Bláfjöllum.
  • Sveitin sinnti öryggisgæslu vegna fundar Nixons og Pompidou.
  • Styrkur fékkst frá bæjaryfirvöldum til efniskaupa til innréttinga á húsnæði sem sveitin og Stefnir höfðu fengið.  Skilyrt var að félagar legðu fram alla vinnu við verkið.
  • Pöntun gerð á nýrri bifreið.

1974   

  • Sveitin að fullu flutt í húsnæði sem henni var veitt til afnota af Kópavogsbæ með Björgunarsveitinni Stefni.
  • Tekin í notkun ný frambyggð rússnesk jeppabifreið Y-2308, Dodge Carial Y-4187 einnig í notkun, en Dodge Weapon Y-1845 seld.
  • Útköll með minna móti og talið því að þakka að ýmsar björgunarsveitir hafa staðið fyrir námskeiðum meðal almennings um meðferð áttavita.
  • Sjúkragæsla á þjóðhátíð á Þingvöllum ásamt aðildarsveitum L.H.S.
  • Sveitin sá um flugeldasýningu á þjóðhátíð í Kópavogi.

1975

  • Um inngöngu í sveitina sóttu 15 nýir félagar og var settur af stað sérstakur nýliðaflokkur til að þjálfa þá.
  • Annar rússajeppi keyptur og bílarnir innréttaðir þannig að hægt sé að nota þá til sjúkraflutninga.
  • Helstu fjáraflanir sem fyrr, flugeldasala og útgáfa dagtals sem á eru skráð verslunar- og þjónustufyrirtæki í Kópavogi og gegn styrktarframlagi.
  • Auk leitar að týndu fólki var margsinnis veitt aðstoð í samráði við lögreglu vegna ófærðar.
  • Fjölskylduferð farin í Þórsmörk.
  • Dagatal gefið út í fyrsta sinn.

1976   

  • Keyptur gúmmíbátur ásamt mótor og tilheyrandi búnaði.  Lögreglunni í Kópavogi veittur aðgangur að bátnum í neyðartilvikum. Bátasagan.
  • Unnið að endurbótum á húsnæði, í sjálfboðavinnu en Kópavogsbær veitti styrk vegna efniskaupa.  Áætlað að hver félagi hafi að meðaltali lagt fram á fimmta hundrað vinnustundir hver, við störf fyrir sveitina.
  • Fjölskylduferð í Landmannalaugar og Veiðivötn.
  • Auknar kröfur gerðar til einstaklings búnaðar sem alfarið er á kostnað viðkomandi félagsmanns.
  • Þrekæfingar í íþróttahúsi Hauka í Hafnarfirði, því ekki fékkst aðstaða í Kópavogi.

1977   

  • Áfram unnið að endurbótum á húsnæði m.a. einangrun.  Fundaraðstöðu fyrir fámennari fundi komið upp í Skemmunni en sem fyrr eru almennir fundir í skátaheimilinu.
  • L.H.S. tekur ákvörðun um að beina fjarskiptum á V.H.F tíðnisvið og mun fjármagna kaup á endurvörpum. Kerfið mun þá leysa af hólmi talstöðvar á C.B. tíðnisviði.
  • Fjölskylduferð sameinuð við sjúkragæslu í Galtalæk.

1978    

  • Keyptur nýr G.M.C Van bíl og gerðar ýmsar breytingar áður en hann var tekin í notkun.  Dodge Carry All og frambyggður rússajeppi árg. 74 seldir.
  • Fjarskiptamál eru enn óleyst, en búið að panta V.H.F. tæki sem eru mjög dýr

1979   

  • 10 ára afmælis minnst með útgáfu kynningarblaðs sem dreift var í hvert hús og stofnanir í Kópavogi.  Einnig var haldið afmælishóf sem til var boði öllum þeim helstu aðilum sem sveitin hefur samskipti við.  Á aðeins 10 árum hefur tekist að byggja upp björgunarsveit sem er í hópi þeirra öflugustu og bestu búnu hérlendis.
  • Seinni rússajeppinn seldur og keyptur bíll af Chevy van gerð, samskonar og keyptur var árið áður. Unnið að breytingum og betrumbótum, svo sem hækka hann upp, setja öflug torfærudekk undir bílinn og útbúa fyrir sjúkraflutninga.

1980   

  • Skíðagöngur orðnar árvissar.  Tveir hópar fóru um páska á gönguskíðum.  Annar úr Eyjafirði, þvert yfir hálendið og niður í Borgarfjörð.  Hinn á Hornstrandir.
  • Tveir félagar til Sviss og klifu þar nafnkunna tinda.
  • Fjarskiptakerfi bætt með kaupum á SSB og VHF tækjum.

1981

  • Vegna fjölgunar félaga og aukins búnaðar undanfarin ár var orðið mjög þröngt um starfsemina.  Fundir t.d. haldnir í Fannborg 1. Sveitin fékk viðbótar rými í hafnarskemmunni.  Öll vinna við endurbætur og innréttingar unnin af sveitarfélögum í sjálfboðavinnu eins og áður. Kemur sú vinna til viðbótar við fjáraflanir svo sem sjúkragæslu, flugeldasölu, útgáfu dagatals og útburð á bæklingum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
  • Fyrsti vélsleðinn keyptur.

1982   

  • Mikið unnið við endurbætur á húsnæði.  Aðstaðan er þó ekki góð og t.d. ekki hægt að hýsa stærri tæki t.d. bíla og bát.
  • Gúmbátur sveitarinnar endurnýjaður.
  • Sleðaflotinn efldur með kaupum á öflugum dráttarsleða.
  • Sjúkrabúnaður aukinn.

1983   

  • Fé sem sveitin fékk vegna landssöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar á síðasta ári nýtt til kaupa á VHF handstöðvum og eru þá fjarskiptamál komin í gott lag.
  • Endurbótum á húsnæði lokið.  Vegna byggingaframkvæmda er ekki lengur hægt að nota inngang á suðurhlið.  Inngangur fluttur á austurhlið en aðkoma þröng og nýting húsnæðis verri.
  • Vegna fjölgunar félaga þurfti að bæta við bíl og var keyptur Suburban eftir árs bíll.
  • Fyrsti sleðinn, Pantera árgerð 1979 seldur og keyptir tveir Polaris sleðar árgerð 1983.

1984   

  • Haldin björgunar- og leitaræfing í tilefni af 15 ára afmæli sveitarinnar.  Mikil þáttaka annarra björgunarsveita og tókst æfingin vel.
  • Lögreglumenn þjálfaðir í notkun neyðarbáts sveitarinnar, en lögreglan hefur aðgang að bátnum til að tryggja skamman viðbragðstíma.
  • Keyptur snjóbíll af Tichol gerð. Kaupin að mestu fjármögnuð með framlagi fyrirtækja, stofnana og félaga í bænum.
  • Tveir félagar fóru á fjallamennsku námskeið til Skotlands.
  • Stjórn LHS ákveður að fara út kaup á Friðþjófakerfi (pipes) til boðunar á mannskap.  Sveitin ákveður að vera með í þessum kaupum.
  • Árleg fjölskylduferð var farin að þessu sinni um miðjan júlí í Landsveit.

1985   

  • mars Æfingarferð á Kerlingu – Ljósmyndir Árna Jónssonar
  • 16. maí:  Æfingarferð á Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul (Ljósmyndir Árna Jónssonar)
  • Viðbótarrými fékkst í hafnarskemmunni.  Sem fyrr styrkir Kópavogsbær efniskaup en vinna er á vegum sveitarinnar.
  • Keyptur Kassbohrer snjóbíll árgerð 1984. Ákveðið að selja gamla  snjóbílinn.

1986   

  • Keyptur vörubíll, Mercedes Bens árgerð 1973, til að geta sjálfir flutt snjóbílinn.
  • Styrkur Kópvogsbæjar vegna efniskaupa dugir ekki og brugðið á það ráð að taka bankalán til að geta lokið við húsnæði.  Sennilega er þetta í eina skipti sem sveitin hefur tekið lán, en alltaf hefur frekar verið látið hluti vanta en stofna til skulda

1987   

  • Elsti bílinn seldur og keyptur Ford Econoline.
  • Báturinn endurnýjaður.
  • Seldur gamall vélsleði og tveir nýir Yamaha sleðar keyptir

1988   

  • Skemman máluð að utan.  Kópavogsbær greiddi efniskostnað en félagar sáu um vinnuna.
  • Sveitin heldur áfram að vaxa og enn að sprengja af sér húsnæðið.
  • Polaris sleðarnir úr sér gengnir og seldir. Tveir nýir sleðar af gerðinni Arctic cat cheetah keyptir.
  • Chevrolet Suburban árgerð 1982 seldur og keyptur nýr Ford Econoline

1989   

  • 20 ára afmæli fagnað með margvíslegum hætti.  Um eitt þúsund bæjarbúar komu í heimsókn og kynntu sér aðstöðu og starfsemina.
  • Gengið frá kaupum á hafnarskemmunni af Kópavogsbæ. Kópavogsbær ætlar að finna annað húsnæði fyrir björgunarsveitina Stefni sem hefur verið í sambúð með sveitinni frá upphafi.  Kópavogsbær veitti sveitunum sameiginlega aðstöðu í hluta hafnarskemmunnar árið 1973 og var þá um helmingaskipti að ræða.  Öll aukning hefur alfarið verið til hjálparsveitarinnar, en lítil starfssemi hefur verið hjá Stefni.
  • Pantaður nýr bíl til að leysa af hólmi 10 ára gamlan Chevrolet.

1990   

  • Útköll óvenju mörg og t.d. óveðursútkall í júlí.
  • Stefnir enn í húsnæðinu.
  • Þriðji Fordinn keyptur og Chevrolet seldur.  Eins og jafnan var bílnum breytt og mikill tími fer í viðhald á bílum og tækjum.
  • Stór æfing haldin í samvinnu við HSSG en sveitirnar fögnuð báðar 20 ára afmæli á síðasta ári.
  • Undanfaraflokkur stofnaður undir forystu Einars Stefánssonar og Árna Jónssonar.

1991   

  • Stefnir farinn út og því rýmra um starfssemina.
  • Tveir vélsleðar endurnýjaðir.
  • Makaferð í Landmannalaugar í apríl.
  • Landsbjörg, ný landssamtök björgunarsveita stofnuð á Akureyri. HSSK ein af 30 stofnsveitum.

1992   

  • Hafist handa við að endurnýja járnklæðningu skemmunnar.
  • Í 20 ár hefur sveitin verið eina félagið í Kópavogi sem hefur notað flugeldasölu sem fjáröflun.  Því miður varð nú breyting á.
  • Áramótabrenna haldin í samvinnu hjálpasveitarinnar, Breiðabliks og Leikfélagsins.
  • Yamaha sleðarnir seldir og keyptur einn Polaris Indy WideTrack.
  • Keyptir símboðar fyrir undanfara til að leysa af hólmi friðþjófa sem áður hafa verið notaðir til boðunar.

1993   

  • Haldið málþing um stöðu og framtíð HSSK.
  • Elsti Econoline seldur. Nýr bíll pantaður.
  • Árleg flugeldasýning milli jóla og nýárs felld niður og meira lagt í sýningu á gamlárskvöld í tengslum við áramótabrennuna.
  • Makaferð í Landmannalaugar í apríl. Ferð á Mt. Mc.Kinley í maí.

1994   

  • 25 ára afmælis minnst með margvíslegum hætti.  Bar þar hæst fjölskyldudagur HSSK. Sveitin bauð Kóavogsbúum til gönguferðar á Helgafell og sama dag var opið hús hjá sveitinni með samfelldri dagskrá. Um 500 manns komu í bækistöð Hjálpasveitarinnar þennan dag.
  • Rústahópur stofnaður.
  • 14 manna hópur fór sjóleiðina til Súðavíkur til aðstoðar vegna snjóflóðs.
  • Vetrarfjölskylduferð á Kjöl.
  • Nýr og stærri bátur tekinn í notkun. Báturinn af Flatacraft-gerð eins og sá gamli.

1995   

  • Hörmulegt vélsleðaslys á Mýrdalsjökli.  Sleði féll niður í sprungu og lést ökumaður hans samstundis.  Var þar um að ræða Jón Harðarson, einn reyndasta félaga HSSK.
  • 18 félagar tóku þátt í aðgerðum vegna snjóflóðs á Flateyri.  Voru þeir fluttir vestur með flugvélum, þyrlu og varðskipi.
  • Vetrarfjölskylduferð í Landmannalaugar í apríl.

1996   

  • Reykjavegur, gönguleið á Reykjanesskaga stikuð í samvinnu við HSSG.  Þetta var fjáröflunarverkefni og peningum varið til að kaupa símboða fyrir félaga á A-lista.
  • Samningur til þriggja ára gerður við Kópavogsbæ um styrk til að ljúka endurbótum á húsnæði sveitarinnar.  Vörubíll seldur.

1997   

  • Hjálparveitin ásamt Björgunarsveit Ingólfs komu að undirbúningi og framkvæmd alþjóðlegrar björgunaræfingar.  Æfingin sem gekk undir nafninu Samvörður ´97 var mjög umfangsmikil og voru þáttakendur 1.788 talsins frá 11 þjóðlöndum auk Íslands.  Æfingin var haldin af Atlantshafsbandalginu (NATO) og sáu Almannavarnir ríkisins um framkvæmdina í umboði Utanríkisráðuneytisins. Undirbúningur hófst í lok árs 1996.  Þrír félagar fóru til Svíþjóðar til að leita sér þekkingar við uppsetningu slíkrar æfingar.  Þetta er eitt stærsta verkefni sem HSSK hefur ráðist í.
  • Félagi sveitarinnar, Einar Stefánsson kleif hæsta fjall heims Mt. Everest (8.848) ásamt tveimur félögum úr HSR.
  • Notuð vörubifreið, Scania árg. 1990, keypt frá Hollandi.
  • Gengið frá endurnýjun á einum sleða. Keyptur var Ski-Doo Grand Touring og stefnt að því að fá tvo til viðbótar og endurnýja þannig allan flotann.

1998   

  • Ráðist í endurbætur á húsnæði sveitarinnar en framkvæmdum hafði verið frestað vegna anna við Samvörð ´97.  Efri hæðin endurnýjuð og stækkuð með millilofti í austurenda. Allar raf- og vatnslagnir endurnýjaðar.
  • Endurnýjun sleða lokið og á á sveitin nú þrjá nýja sleða af Ski-Doo gerð.
  • Einn félagi komst á tind hæsta fjalls norður Ameríku Mt. McKinley í Alaska.

1999    

  • Í byrjun starfsárs var lögð fram tillaga um sameiningu Landsbjargar og Slysavarnarfélgas Íslands.  Sú tillaga var svo samþykkt á þingi Landsbjargar þann 29.maí 1999. Félögin sameinuðust undir merkinu Slysavarnafélagið Landsbjörg.  Slysavarnaveitin Stefnir Kópavogs var sameinuð okkur undir merki Hjálparsveitarinnar.
  • Að tilefni 30 ára afmælis sveitarinnar var haldin göngudagur á Vífilsfell þann 12. september í áskjósanlegu gögnuveðri og mættu vel á þriðja hundrað göngumenn.
  • Gefið var út veglegt afmæliðsblað sem dreift var í öll hús í bænum. Haldinn var hátíðarsveitarfundur á afmælisdaginn þann 4. nóvember.  Daginn eftir var svo opið hús fyrir Kópavogsbúa.
  • Fjórir félagar sveitarinnar fóru til Tyrklands þar sem þau aðstoðuðu heimamenn við leit að fólki í húsarústum eftir jarðskjálfta.

2000   

  • Samæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldin í Reykjavík þann 23. – 24. mars.
  • Þá var gerð úttekt á rústabjörgunarveitium af hálfu Almannavarna í samstarfi við UsAid SAR Team 1 frá Fairfax í Virginiu.
  • Samvörður 2000, alþjóðleg sjóbjörgunaræfing, var haldin á sundunum við Reykjavík dagana 10. – 11.júní.
  • Á árinu gengu þeir Halldór J. Theodórsson og Árni Jónsson til liðs við svæðisstjórn á svæði 1.
  • Kristján Maack var kosinn í framkvæmdarstjórn Slysavaranfélagsins Landsbjargar og Sigurður Konráðsson settist í nefnd minjasafns samtakanna.
  • Á árinu opnaði sveitin heimasíðuna HSSK.is.
  • Almenn boðun sveitarinnar var færð til neyðarlínunnar og er í formi SMS skilaboða.

2001   

  • Á árinu fóru sjö félagar til Fairfax í Virginíu í Bandaríkjum til æfingar í rústabjörgun.
  • Dagatalið var gefið út með sama sniði og árið áður en einnig var gefið út fréttarit um flugeldasöluna.
  • Unnið var að nokkurum endurbótum á skemmunni. Gólf í almenningi var flísalagt og lokið við að flísaleggja og lagfæra salerni.  Ljóst er að sveitin þarf á stærra húsnæði að halda.

2002   

  • Starfsárið einkenndist að góðum stöðuleika.
  • Tíu félagar fóru utan til æfinga og námskeiða.
  • Skipuð var byggingarnefnd til að sinna húsnæðismálum sveitarinnar þar sem ljóst er að sveitin þarfnast stærra húsnæðis hið fyrsta.

2003   

  • Sveitin sinnti ýmsum útköllum á árinu.  Auk fjölbreyttra útkalla innanlands fóru félagar sveitarinnar með Íslensku alþjóðasveinni í útkall til Alsír í byrjun sumars og náði sér í dýrmæta reynslu.
  • Í nóvember 2003 var undirritaður samningur við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem felur í sér að HSSK mun taka að sér að manna stóran hluta alþjóðaveitarinnar næstu 5 árin.
  • Sveitin festi síðla árs kaup á 130 fm. húsnæði í neðri hluta skemmunar.
  • Mikil umræða hefur verið um bílamál sveitarinnar á árinu.
  • Ný lög fyrir samtökin voru endanlega innsigluð á fundi sem var haldin í Hafnarfirði.
  • Á haustdögum var bryddað upp á þeirri nýbreytni að halda sýningu í Vertargarðinum í Smáralind til að kynna starfsemi sveitarinnar og nýliðastarfið.

2004   

  • Stærsta einstaka verkefnið var fólgið í allsherjar andlitslyftingu og innréttingum í skemmunni.  Sett var upp milliloft í nýkeyptri neðri hæð hússins, veggur og loft klætt og hluta lofts lyft upp.  Opnað var á milli inn í suður-sal skemmunnar og smíðaður stigi niður á neðri hæðina. Báta- og rústaflokkar fengu aðstöðu í þessu nýja rými. Settir voru upp skápar fyrir rústaflokk auk einstaklingsskápa fyrir bátaflokk.  Auk endurbóta á neðri salnum var mest öll jarðhæð skemmunnar máluð hátt og lágt og er nú næstum öll skemman ný máluð.
  • 35 ára afmæli sveitarinnar var fagnað með opnu húsi fyrir gesti og gangandi.
  • Á árinu var keyptur pallbíll til að flytja vélseðla og að aukin kærkomin búbót við flutninga í flugeldavinnu.
  • Á árinu færði sveitin öll bankaviðskipti yfir til Sparisjóðs Kópavogs. Bankinn styrkti afmæisiflugeldasýningnu sveitarinnar og flugeldablaðið og hefur heitið áframhaldandi stuðningi við sveitina.
  • Fjáröflunin var með hefðbundnum hætti, flugeldasala, 17.júní, gæsla á Þjóðhátið í Vestmannaeyjum og fáein smárri verkefni.

2005    

  • Eitt stærsta verkefni stjórnarinnar voru væntanlegar breytingar á húsnæðismálum en margir sýndu áhuga á að kaupa húsnæði sveitarinnar.  Í framhaldi að því var haldnir nokkir fundir með Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs og fengust vilyrði fyrir lóð við Kópavogshöfn.
  • Töluverðar endurbætur voru unnar á húsnæði sveitarinnar.  Á árinu áskotnaðist sveitinni færanlegt flugeldasöluhúsnæði „ Gullhöllin“.
  • Á árinu tók til starfa Kajak-hópur, sem starfar innan bátaklokks og Afturgöngur, sem eru félagar sem telja sig „hokna af reynslu“ og vilja halda áfram starfi innan sveitarinnar.
  • Tekið var upp óformlegt samstarf við Ferðafélag Íslands sem felst í því að sveitin fylgist með ástandi skála félagsins yfir vetrarmánuðina.

2006   

  • Árið einkenndist mjög af öllum þeim ferðum, æfingum og ekki síst þeim fjölda útkalla sem við tókum þátt í eða 38 talsins.
  • Á árinu voru 18 manns sendir til rústabjörgunarþjálfunar í Svíþjóð þar sem æft var með sænsku alþjóðabjörgunarsveitinni.
  • Sex undanfarar fóru á fjallamennskunámskeið í Austurríki ásamt því að klifra fjöll í Ölpunum.  Og mun reynsla félaga okkar úr þessum ferðum nýtast vel í framtíðinni.
  • Sveitin fékk ein helsta snjóflóðasérfræðing heimsins til að halda námskeið fyrir okkur og á haustdögum kom svo hingað til lands björgunarsveit frá Austurríki sem vð fórum með í ferðir ásamt því að æfa bjarganir úr jökulspurngum.
  • Tveri leitarhundar hafa starfað með okkur á árinu og er von okkar að þeim fjölgi í framtíðinni.
  • Á árinu kynnti Kópavogsbær hugmyndir að nýju skipulagi á Kársnesi og var markverðasta hugmyndin sú að búið er að teikna háhýsi á lóðinni okkar.

2007  

  • Mikill áhugi er á starfi sveitarinnar og eftir stærsta kynningarfund eru 20 efnilegir nýliðar starfandi með sveitinni í dag.
  • Nýr harðbotna slöngubátur Parker Baltic 900 var keyptur á árinu og fóru fjórir félagar sveitarinnar til Bretlands, prófuðu samskonar bát og kynntu sér starfsemi RNLI.
  • Sveitin skipti yfir í Tetra talstöðvar sem reynast vel.
  • Rústahópur fór með alþjóðasveitinni til Noregs til æfinga með Norsku alþjóðasveitinni.
  • Sveitin sendi tvo bíla í hálendisgæslu og er hún orðin hefðbundin í starfi sveitarinnar.
  • Umfangsmikil og mannfrek gæsla á landsmóti UMFÍ og tókst vel og þótti skipulagning til fyrirmyndar.

2008  

  • Mestu fram farirnar á árinu  voru að ráðinn var starfsmaður í 50% starf.
  • Haldinn var stefnumótunarfundur um framtíð sveitarinnar.
  • Mikið var um útköll vegna óvenju vindasams vetrar og mikið var um útköll og leitir um sumarið ásamt því að sveitin fór í útkall vegna suðurlandsskjálfta.
  • Keyptur var nýr sparneytinn bíll Toyota Hiace.
  • Töluvert fjármagn var sett í húsnæði sveitarinnar ásamt námskeiðum.

2009    

  • Haldið var veglega upp á 40 ára afmæli sveitarinnar á árinu, afmælisfagnaður 4 nóv. og gönguferð um syðri fjallabak í ágúst, ásamt fleiri uppákomum.
  • Sveitin tók þátt í hátíðarhöldunum á 17. júní á veglegan hátt.
  • júlí sinnti sveitin 5 útköllum sama daginn.
  • 40 nýliðar spreyttu sig í göngu yfir Fimmvörðuháls og hrepptu  aftaka verður.
  • Fjárfest var í vörubíl með krókheysi sem getur flutt snjóbíl sveitarinnar og annan björgunarbúnað.

2010  

  • Í byrjun ársins var rústaflokkur sveitarinnar kallaður út til Tahiti með Alþjóðasveitinni og var þar við björgunarstörf vegna jarðskjálfta í rúma viku.
  • Í apríl hófst eldgos í Eyjafjallajökli og sinnti sveitin gosgæslu á svæðinu og öskuþrifum á bæjum undir Eyjafjöllum.
  • Mikil breyting varð á flugeldasölu sveitarinnar þetta árið vegna hertra eldvarnarkrafna og farið út í það að notast við gáma í auknu mæli. Að þessu sinni voru bæði Breiðablik og HK samstarfsaðilar sveitarinnar í flugeldasölunni.
  • Sveitin fór í öryggisgæslu að gosstöðvum fyrir Top Gear hjá BBC og Artic trucks.
  • Á skírdag fór sveitin í fjölskylduferð að gosstöðvunum.
  • Stjórn hvatti til stofnunar slysavarnarsveitar og unglingahóps.

2011  

  • Aldur þeirra sem teknir eru inn í sveitina sem í nýliða þjálfun var hækkaður. Þannig að þeir sem hefja nýliðaþjálfun þurfa að vera á 18 ár.
  • Á árinu keypti sveitin Bryggjuvör 2  og þannig var eytt óvissu um húsnæði fyrir sveitina til nánustu framtíðar.
  • Áramótablaðið var stækkað.

2012  

  • Starfsmaður var ráðinn í 100% starf, helstu störf hans eru daglegur rekstur, umsjón með fjáröflunum, styrkumsóknir og umsjón með byggingaframkvæmdum en þær einkenndu árið.
  • Félagar sóttu námskeið til Skotlands og fjölmörg hér innanlands einnig.
  • Hálendisgæslan var á sínum stað.
  • Keypt var dráttarvél til að auðvelda sjósetningu á bátnum.
  • Fenginn var gámur fyrir rústabjörgunarflokk en hann auðveldar fluting á búnaði hvert á land sem er.

2013  

  • Fyrsti áfangi  nýja húsnæðisins var tekinn í notkun við hátíðlega athöfn á afmælisdegi sveitarinnar og mættu um 100 manns í vígsluna.
  • Haldið var málþing um mætingu í útköll.

2014  

  • Eins og undanfarin ár skrifuðu um 20 nýliðar undir eiðstaf sveitarinnar.
  • Helstu fjáraflanir voru eins og síðustu ár flugeldasala og sala á neyðarkallinum.
  • Í október fjölmenntu sveitafélagar á ráðstefnuna Björgun.
  • Nýr vörubíll var svo tekinn í notkun á árinu.
  • Í mars var svo stofnuð Slysavarnarsveit Kópavogs og mun hún hafa aðsetur í húsnæði sveitarinnar.

2015  

  • Fjöldi aðgerða á árinu var 36 talsins og sjálfboðaliðavinnustundir félaga voru um 18 þúsund
  • Þátttaka í 17. júní hátíðarhöldum í Kópavogi
  • Þátttaka í hálendisgæslu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og stóð okkar fólk að þessu sinni vaktina að Fjallabaki norðan Mýrdalsjökuls.
  • Í september braut HHSK blað í björgunarsögu Ísland þegar keyptur var fyrsti sérhannaði og sérsmíðaði björgunarbáturinn sem framleiddur er á Íslandi hjá fyrirtækinu Rafnar. Nýi Stefnir er öflugt björgunartæki sem mun reynast vel.
  • Skoða ársskýrslu 2015

2016  

  • Á útkallslista eru 146 félagar, en virkir félagar í starfi árið 2016 eru um 220. (Heimild: Ársskýrsla 2016)
  • Í ársbyrjun voru 45 manns í nýliðastarfi, 20 í nýliða hópi 1 og 25 í nýliðahópi 2.
  • Í september voru 22 virkir einstaklingar í starfi með unglingadeild HSSK.
  • Breytingar voru eldvarnir efldar í Björgunarmiðstöðinnni að Bakkabraut við höfnina: Settar voru upp þrjár eldvarnarhurðir og eldveggur settur á milli verkstæðis og fundaraðstöðu. Þá var gerð flóttaleið úr fundarsal á efri hæð.
  • Netkerfi húsnæðis endurnýjað og sjónvörp fengin í stjórnarherbergi og aðstöðu aðgerðastjórnar.
  • Síðla hausts var ráðist í að efla „Fésbókarvef HSSK“ ((Heimild: Ársskýrsla 2016)
  • Helstu fjáraflanir ársins voru flugeldasala og sala á Neyðarköllum.
  • HSSK tók að sér tvær vikur á hálendisvakt og var á Sprengisandi 7.-14. ágúst með aðsetur í Nýjadal og
    svo í beinu framhaldi á svæðinu að Fjallabaki vikuna 14.-21. ágúst með aðsetur í Landmannalaugum

2017  

  • Fjöldi verkefna (útkalla, æfinga, vinnu, fjáraflana og funda) var um 400 talsins (Heimild: Ársskýrsla 2017)
  • Listi yfir útköll og aðgerðir í  Ársskýrslu 2017
  • Sveitin tók þátt í Björgunarleikum Landsbjargar og fór annað lið HSSK með sigur af hólmi.
  • Þjálfunarráð stóð fyrir 20 námskeiðum á árinu
  • Margir félagar HSSK aðstoðu skátafélagið Kópa við sjúkragæslu, kennslu og fararstjórn á World Scout Moot sem haldið var á Íslandi.
  • Sandra Ýr Andrésdóttir var ráðin sem starfsmaður HSSK
  • Unglingadeildin Ugla fyrir aldurinn 15 – 17 ára taldi 18 virka félaga.
  • Nýtt þráðlaust og forritanlegt skotborð var notað í fyrst sinn við flugeldasýningu ársins.
  • Sveitin stóð hálendisvakt á Fjallabakssvæðinu dagana 25. júni til 3. júlí. Á þessu tímabili komu 6 útköll.

2018  

  • Í ársbyrjun voru 32 nýliðar starfandi (15 úr nýliðahópi 2 sem byrjaði 2016 og 17 í nýliðahópi 1 sem byrjaði haustið 2017).

2019 

Samantektin á tímalínunni byggir mikið á ársskýrslum stjórnar.  Sögunefndin þiggur með þökkum allar ábendingar um það sem halda má til haga.  Hafðu samband.