jonhalldorjonasson

/Jón Halldór

About Jón Halldór

This author has not yet filled in any details.
So far Jón Halldór has created 21 blog entries.

Vestmannaeyjagosið var mikil lífsreynsla

„Þetta var stærsta verkefnið sem við lentum í á þessum tíma,“ segir Haraldur Friðriksson, einn stofnfélagi HSSK, sem rifjaði ásamt Bjarna Axelssyni upp björgunaraðgerðir í Vestmannaeyjagosinu, sem hófst 23. janúar 1973. Eftirminnilegt var þegar bíll sveitarinnar var fluttur með skipi til Eyja, en svo hann kæmist með þurfti að laga hann til með sleggju. Bíllinn gagnaðist í margvísleg aðgerðir og flutti allt frá rollum til ráðherra.  Ferðin sjálf með skipinu var einnig eftirminnileg fyrir landkrabbana sem sigldu til Eyja í vondu veðri með Gullfossi. Hjálparsveitarmenn voru í margar vikur í Eyjum við að moka af þökum, bjarga [...]

Vestmannaeyjagosið var mikil lífsreynsla2020-01-22T20:51:55+00:00

Glæsilegt áramótablað komið út

Veglegt og vandað áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er komið út með áhugaverðu efni. Eins og við var að búast kveður við sögulegan tón í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar. Blaðið er einstaklega myndarlegt í orðsins fyllstu merkingu. Hér getur þú skoðað blaðið: sem pdf útgáfu sem issuu útgáfu Ritnefndina skipa Bergrós Arna Jóhannesdóttir, Nóa Sólrún Guðjónsdóttir og Hulda Ösp Atladóttir. Ritnefndin

Glæsilegt áramótablað komið út2019-12-28T21:00:09+00:00

Titringur vegna Tetra

„Tetra er ekki treystandi,“ sagði í fyrirsögn Morgunblaðsins laugardaginn 14. desember 2019 og yfirlögregluþjónninn á Norðurlandi vestra upplýsti að Tetra-kerfið hefði legið niðri í Skagafirði í hátt í sólarhring. Fara þyrfti yfir áreiðanleika kerfisins. Þessi tíðindi voru ekki ný fyrir félaga í björgunarsveitunum. Fyrr í vetur, mánuði áður en fjarskiptamál lentu á forsíðu Moggans,  fengum við Völu Dröfn Hauksdóttur, félaga í Hjálparsveit skáta í Kópavogi, til að segja okkur frá fjarskiptamálum sveitarinnar. Hún reyndist forspá um Tetrakerfið. Vídeó með henni er neðar á síðunni. „Fjarskiptatæki sveitarinnar í gegnum tíðina ættu öll að geta virkað áfram í dag,“ segir Vala Dröfn [...]

Titringur vegna Tetra2019-12-18T22:14:02+00:00

Afmælisveisla fyrir velunnara og félaga

Afmælishóf var haldið í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar 4. nóvember 2019. Bílarnir voru settir út og bílageymslan var lögð undir samkomu með félögum og velunnurum. Árni Jónsson tók meðfylgjandi myndir. Stofnfélagar sveitarinnar voru heiðraðir og þakkað fyrir vel unnin störf. [...]

Afmælisveisla fyrir velunnara og félaga2019-11-20T09:39:50+00:00

Myndarleg sýning í Smáralindinni

Félagar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi héldu sýningu fyrir bæjarbúa og aðra gesti í Smáralind 2. nóvemer 2019 í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar. Myndina að ofan tók Sigfús Valtýr Helgason þegar þegar sýningin var sett upp á föstudagskvöld. Félagar HSSK stóðu svo vaktina á laugardag og kynntu sveitina. Bílum var stillt upp við innganga Smáralindar og hluti af búnaði var komið fyrir innan húss. Myndasýningin Á skjá var stiklað á stóru um starf sveitarinnar og má sjá það efni hér fyrir neðan. Vala Dröfn Hauksdóttir setti myndasýningu saman. Smelltu á mynd til að skoða hana stærri og einnig [...]

Myndarleg sýning í Smáralindinni2019-11-03T09:51:25+00:00

Leitin að fyrsta útkallinu

Hvenær var Hjálparsveitin í Kópavogi fyrst kölluð út til leitar eða í björgunaraðgerð? Eftir grúsk í fundargerðarbók HSSK mun það hafa verið 2. október 1970.  „Kallað var út um kl. 5:30 – 6 til leitar að tveimur litlum börnum úr Breiðholti. Það tók ekki nema ½ tíma að ræsa út þá 9 sem mættu að Borgarholtsbraut 7. Og má það teljast góður árangur,“ segir í Ritarabók H.S.S.K Bók nr. 1, eins og stendur á forsíðu. Þetta sýnist mér vera fyrsta útkallið, segir Magnús Hákonarson, sem tók sér nokkra dagparta í að fara í gegnum fundargerðarbækur og [...]

Leitin að fyrsta útkallinu2019-11-03T09:54:36+00:00

Sjúkragæsla í átján þúsund manna samfélagi

Fljótlega eftir stofnun Hjálparsveitarinnar tók hún að sér sjúkragæslu á Laugarvatni um Verslunarmannahelgi. Árið 1971 tók sveitin verkefnið að sér með stuttum fyrirvara og nokkrir félagar stóðu vaktina. Það varð til happs að fáir sóttu þessa útihátíð það árið. Seinna árið sem HSSK stóð vaktina varð hátíðin mjög vinsæl og þá vildi svo vel til að sveitin var betur undirbúin. Bæði hafði sveitin eignast bíl og hafði meiri viðbúnað. „Það var mikið meira umleikis seinna árið. Stórt sjúkratjald og meiri mannskapur,“ segir Bjarni Þormóðsson,  en hann og Sigurður Konráðsson rifjuðu þessa tíma og horfðu á [...]

Sjúkragæsla í átján þúsund manna samfélagi2022-11-26T16:28:39+00:00

500 félagar á 50 árum

Það er 491 félagi sem hefur klárað nýliðastarfið og fengið formlega inngöngu í Hjálparsveit skáta í Kópavogi og að auki eru tveir nýliðahópar í sinni 2ja ára þjálfun. Annar nýliðahópurinn lýkur í vor og fær þá formlega inngöngu og hinn hópurinn sem var að byrja núna lýkur ári síðar. Það má því með sanni segja að rúmlega 500 manns séu í starfi eða hafi í gegnum tíðina starfað í sveitinni, segir Magnús Hákonarson, en hann hefur haldið utan um tölfræði sveitarinnar í á annan áratug. Að auki eru fjölmargir sem hafa komið að starfi í sveitinni með einum eða öðrum [...]

500 félagar á 50 árum2019-11-07T01:42:17+00:00

Bílakosturinn byggður upp á löngum tíma

Myndina tók Árni Jónsson í afmælisgöngu 2009 Allt frá stofnun Hjálparsveitar skáta í Kópavogi hafa farartæki verið félögum hugleikin og meðal annars fór hluti stofnfundar í  að ræða bílamál. Umræðan hefur verið skemmtileg og skoðanir skiptar um val bíla og búnaðar í bílana. Við tókum saman lista yfir bíla sem verið hafa í eigu sveitarinnar - sjá Bílasagan. Fyrsti bíllinn tók mikinn tíma félaga enda þarfnaðist hann mikils viðhalds. Sagt var um þann bíl að hann hefði verið „búinn öllum hugsanlegum bilunum.“ Hægt og bítandi með mikilli vinnu byggðu félagar sveitarinnar þó upp bílakostinn og [...]

Bílakosturinn byggður upp á löngum tíma2019-11-07T01:26:22+00:00

Æfingar breyttust í útköll

Það tók félaga í bátaflokki HSSK aðeins 19 mínútur á ná í vélarvana bát eftir að útkall barst síðdegis 30. september 2019. Bátaflokkurinn hafði verið við æfingar á bát sveitarinnar, Stefni, en verið var að þjálfa nýjan mannskap og njóta góða veðursins.  „Hópurinn stoppaði í Reykjavíkurhöfn og sat á Hamborgarabúllu Tómasar þegar útkall barst kl. 14:27 um vélarvana bát á reki í átt að landi, við Kópavogshöfn. Með hálfétinn hamborgara í hendinni hljóp hópurinn af stað og sigldi fulla ferð yfir að Kópavogshöfn og fann þar bátinn og 19 mínútum eftir að útkallið barst var báturinn [...]

Æfingar breyttust í útköll2022-11-26T16:31:18+00:00