gudmundurpalsson

/Guðmundur Pálsson

About Guðmundur Pálsson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Pálsson has created 4 blog entries.

Vilji til að láta gott af sér leiða

„Við höfðum bæði reynslu af því að starfa saman í lýðræðislegu starfi eins og skátastarf er og einnig höfðum við tekist á við krefjandi  verkefni.“ Gunnsteinn Sigurðsson, einn stofnenda Hjálparsveitar skáta í Kópavogi rifjaði upp fyrstu árin. „Það sem dreif okkur áfram var viljinn til að vera  saman og láta gott af okkur leiða,“ segir Gunnsteinn og rifjar upp að stofnfélagarnir sem flestallir komu úr skátafélaginu Kópum vildu halda tengingunni við félagið og litu á hjálparsveitina sem framhald skátastarfsins. „Við vorum ekkert endilega ákveðnir í að stofna hjálparsveit og það voru vangaveltur um að [...]

Vilji til að láta gott af sér leiða2022-11-26T17:01:14+00:00

ABBA-lögin í langferðum

Útvarp var ekki í fyrstu bílunum og var ekki fyrr en Rússajepparnir voru keyptir að útvarp var sett í bílana. Til að fjármagna kaup á græjum í bílana var brugðið á það ráð að stofna sjoppu í Skemmunni. Fram að því höfðu menn gripið til ýmissa ráða og ef farið var í langferð tók Einar Hauks græjurnar úr sínum bíl til að hægt væri að hlusta á ABBA kassettuna.  Tækjakosturinn í bílunum framanaf var almennt nokkuð rýr. Aðeins CB talstöð sem virkaði nánast bara í kallfæri og svo Gufunesstöð sem var stór járnhlunkur með stóru loftneti. [...]

ABBA-lögin í langferðum2022-11-26T17:02:05+00:00

Bátasagan

Fyrsti báturinn var keyptur 1974 og var hann af gerðinni Zodiac M II.  Það ár er hafið samstarf við lögregluna um þjálfun lögreglumanna á bátinn og henni veittur aðgangur að bátnum í neyðartilfellum.  Samstarfið stóð til ársins 2000 eða þar til lögreglan eignaðist sinn eigin bát. Árið 1979  er keyptur nýr mótor og er hann fyrsti mótorinn sem er með rafstarti.  Fyrsti báturinn er í eigu sveitarinnar til 1980 þá er keyptur annar Zodiac M-2 Mariner. Sá bátur er í eigu sveitarinnar til ársins 1987.  Þá er keyptur Flatakraft Forcey bátur. Þessi bátategund var [...]

Bátasagan2022-11-26T17:03:50+00:00

Hógværð í húsnæðismálum

Fyrstu árin hafði Hjálparsveitin aðsetur í skátaheimilinu. Stofnfélagar höfðu allir starfað í skátafélaginu Kópum og í fyrstu var eins og sveitin væri hluti af skátafélaginu.  Stofnfundur var haldinn í skátaheimilinu, sem þá var á Hraunbraut. Fljótlega varð aðkallandi að bæta úr húsnæðismálum sveitarinnar, en sérstaklega vantaði aðstöðu fyrir búnað og til að gera upp Bedfordinn, fyrsta bílinn sem sveitin eignaðist. Skemman Slysavarnardeildin Stefnir og HSSK sóttu sameiginlega um aðstöðu í Hafnarskemmunni sem var í eigu Kópavogsbæjar.  Bréf var sent til bæjaryfirvalda í lok árs 1972. Af milkilli hógværð var falast eftir [...]

Hógværð í húsnæðismálum2022-11-26T17:06:30+00:00