Fyrsti nothæfi bíllinn

Fyrsti nothæfi bíllinn sem sveitin eignaðist var Dodge Weapon og var hann meðal annars notaður í Vestmannaeyjargosinu. Sigurður Konráðsson tók þessa mynd þegar bílinn var sóttur og í einni æfingarferð.

Tilurð HSSK

Gunnsteinn Sigurðsson, einn stofnfélaga sveitarinnar, segir frá því hvað varð til þess að nokkrir skátar úr skátafélaginu Kópum ákváðu að stofna hjálparsveit síðla árs 1969.

Örlög Y1845

Fyrsti nothæfi bíll HSSK var Y1845. Weapon jeppi sem reyndist sveitinni vel. Í gosinu í Heimaey 1973 var hann svo settur í skip og fluttur til eyjarinnar þar sem hann reyndist afar notadrjúgur hvort sem var til að flytja björgunarfólk, búslóðir, sauðfé eða séntilmenni.

Þristur og upphafið

Sigurður Konráðsson, einn stofnfélaga og Bjarni Þormóðsson spá í það sem fyrir augu ber á filmubút sem meðal annars inniheldur myndefni frá fyrstu árum skátaskálans Þrists sem gegnir stóru hlutverki í tilurð sveitarinnar, ásamt töluverðum tilþrifum í jeppamennsku eins og hún var best á þeim tíma.

Lagt á Leggjabrjót

Sigurður Konráðsson og Bjarni Þormóðsson spáí það sem fyrir augu ber á filmubút sem sá fyrrnefndi tók á árunum eftir stofnun sveitarinnar. Hér eru vangaveltur þeirra félaga um myndefni þar sem verið er að leggja í gönguferð, líklega á Leggjabrjót og/eða Botnsúlur í kringum 1972.

Fyrsta björgunin?

Sigurður Konráðsson og Bjarni Þormóðsson, stofnfélagar sveitarinnar, rifja upp það sem ef til vill má kalla fyrstu björgun Hjálparsveitar skáta Kópavogi þegar sveitin ók af tilviljun fram á Bandaríska strandaglópa á Kjalvegi þar sem sveitin var á leið í æfingaferð að Hagavatni.

HF, VHF og Tetra

Vala Dröfn hefur fylgt fjarskiptamálum HSSK eftir frá því að hún hóf störf í sveitinni snemma á níunda áratugnum. Hér fer hún stuttlega yfir þróunina í fjarskiptatækninni innan sveitarinnar þar sem margt hefur breyst. Eða hvað?

Sjúkragæsla á Laugarvatni

Sumrin 1971 og 1972 var Hjálparsveit skáta í Kópavogi með sjúkragæslu á útihátíðum sem þar voru haldnar. Fyrra sumarið var hátíðin fámenn og tíðindalaus en 1972 mættu um 18 þúsund íslendingar og gerðu sér glaðan dag á meðan HSSK sá um að binda um þegar eitthvað bjátaði á.

Fyrirsögn

Stuttur texti um myndbrotið, svipaður og lýsing á Youtube.Stuttur texti um myndbrotið, svipaður og lýsing á Youtube. Stuttur texti um myndbrotið, svipaður og lýsing á Youtube. Stuttur texti um myndbrotið, svipaður og lýsing á Youtube. Stuttur texti um myndbrotið, svipaður og lýsing á Youtube.