Hjálparsveitamenn stunda reglulega þjálfun til að vera tilbúnir í útköll og HSSK hefur í mörgum þáttum verið leiðandi í kennslu og þjálfun á starfstíma sínum, auk þess sem félagar sveitarinnar hafa getið sér gott orð sem leiðbeinendur hérlendis sem erlendis.

Miklar breytingar hafa orðið á kröfum til björgunarstarfs þau 50 ár sem sveitin hefur starfað og þjálfunin tekur mið af því.  

Mikil áhersla er á samhæfingu innan sveitarinnar og við aðrar sveitir og björgunaraðila. HSSK hefur tekið virkan þátt í samæfingum.

Fyrsta björgunin var hrein tilviljun

„Þær hefðu sjálfsagt setið þarna fastar lengi ef við hefðum ekki komið til,“ segir Sigurður Konráðsson félagi í HSSK um það sem kalla má fyrstu björgun hjálparsveitarinnar. Félagar sveitarinnar voru í æfingarferð við Hagavatn [...]

Æfingar breyttust í útköll

Það tók félaga í bátaflokki HSSK aðeins 19 mínútur á ná í vélarvana bát eftir að útkall barst síðdegis 30. september 2019. Bátaflokkurinn hafði verið við æfingar á bát sveitarinnar, [...]

Mikilvægt að geta bjargað sjálfum sér

Mikil áhersla hefur verið lögð á verklega þjálfun félaga HSSK, Mynd úr 20 ára afmælisblaði HSSK. Þjálfun félaga Hjálparsveitarinnar í Kópavogi hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Fyrstu tuttugu árin urðu miklar breytingar, [...]

Fengu þjálfun á slysavarðstofu

Úr ársskýrslu Landspítalans 1987 Um tíma sóttu félagar í HSSK þjálfun á slysavarðstofu Borgarspítalans. Þar fengu þeir að fylgjast með starfi lækna og hjúkrunarliðs til að fá reynslu af umgengni við slasaða og sjá [...]