Hvenær var Hjálparsveitin í Kópavogi fyrst kölluð út til leitar eða í björgunaraðgerð?

Eftir grúsk í fundargerðarbók HSSK mun það hafa verið 2. október 1970.  „Kallað var út um kl. 5:30 – 6 til leitar að tveimur litlum börnum úr Breiðholti. Það tók ekki nema ½ tíma að ræsa út þá 9 sem mættu að Borgarholtsbraut 7. Og má það teljast góður árangur,“ segir í Ritarabók H.S.S.K Bók nr. 1, eins og stendur á forsíðu.

Þetta sýnist mér vera fyrsta útkallið, segir Magnús Hákonarson, sem tók sér nokkra dagparta í að fara í gegnum fundargerðarbækur og fleiri gögn sem geymd eru á Héraðsskjalasafni Kópavogs.

Fyrsta fundargerðarbók HSSK

Útkallinu er lýst í fundargerðarbókinni

Viltu bæta við frásögnina eða koma öðru efni á framfæri?

Hafðu samband við sögunefndina