Fljótlega eftir stofnun Hjálparsveitarinnar tók hún að sér sjúkragæslu á Laugarvatni um Verslunarmannahelgi. Árið 1971 tók sveitin verkefnið að sér með stuttum fyrirvara og nokkrir félagar stóðu vaktina. Það varð til happs að fáir sóttu þessa útihátíð það árið.

Seinna árið sem HSSK stóð vaktina varð hátíðin mjög vinsæl og þá vildi svo vel til að sveitin var betur undirbúin. Bæði hafði sveitin eignast bíl og hafði meiri viðbúnað. „Það var mikið meira umleikis seinna árið. Stórt sjúkratjald og meiri mannskapur,“ segir Bjarni Þormóðsson,  en hann og Sigurður Konráðsson rifjuðu þessa tíma og horfðu á myndir sem Sigurður tók á 8 mm vél.

Félagarnir rifjuðu upp að sveitin var í samstarfi við tvo lækna til að standa sem best að þessu verkefni.

Fyrra árið voru sjúklingar teljandi á fingrum annarar handar, en seinna árið var annríkið umtalsvert meira og ekki bara skrámur, eins og þeir félagar rifja hér upp. Báðir eru Bjarni og Sigurður í hópi stofnfélaga og báðir hafa þeir gengt formennsku í sveitinni.

Viltu bæta við þessa frásögnina eða koma öðru efni á framfæri?

Hafðu samband við sögunefndina