„Þær hefðu sjálfsagt setið þarna fastar lengi ef við hefðum ekki komið til,“ segir Sigurður Konráðsson félagi í HSSK um það sem kalla má fyrstu björgun hjálparsveitarinnar.

Félagar sveitarinnar voru í æfingarferð við Hagavatn þegar þeir keyrðu fram á erlenda ferðamenn, fjórar bandarískar konur, sem sátu fastar í bíl sínum á Kjalvegi, en þær höfðu villst af leið eftir skoðunarferð að Gullfossi.

Sigurður Konráðsson (t.v.) og Bjarni Þormóðsson (t.h.) rifjuðu upp fyrstu björgunina. Á milli þeirra félagar er Einar Stefánsson, sem einnig er stofnfélagi. Myndina tók Sigurður Ólafur Sigurðsson sumarið 2019 í afmælisferð í Þrist.

Hjálparsveitin hafði gist í snjóhúsi um nóttina, sem reyndar var farið að þynnast verulega í toppinn þegar komið var að fótaferð. „Það hafði rignt svo mikið um nóttina að við sáum upp í heiðan himin,“ segir Sigurður. Fljótlega eftir að lagt var að stað keyrðu þeir fram á ferðamennina.

Viltu bæta við frásögnina eða koma öðru efni á framfæri?

Hafðu samband við sögunefndina