Úr ársskýrslu Landspítalans 1987

Um tíma sóttu félagar í HSSK þjálfun á slysavarðstofu Borgarspítalans. Þar fengu þeir að fylgjast með starfi lækna og hjúkrunarliðs til að fá reynslu af umgengni við slasaða og sjá hvernig brugðist var við mismunandi slysum af fagfólki.

„Á slysadeildinni fá félagar sveitarinnar að fylgjast með sjúklingum sem leitað hafa aðstoðar. Er þar um mismunandi slys (sár) að ræða, s.s. stór og mikil sár sem þarf að hreinsa og sauma, beinbrot og fl. Einnig er lærdómsríkt að fylgjast með hvernig búið er um sárin með tilheyrandi tækjum og umbúðum,” segir í 10 ára afmælisriti HSSK, sem út kom 1979 og má lesa hana í heild hér neðar í greininni.

Einn af þeim félögum HSSK sem sótti slíka þjálfun var Jón Steinar Jónsson, en hann fór síðar í læknanám. „Ég man mjög vel eftir þessu og þetta vakti áhuga minn á faginu,“ segir Jón Steinar. „Það dró alla vega ekki úr, þó hafi kannski ekki haft úrslitaáhrif. Það er í raun merkilegt að við skyldum fá að vera á Slysavarðstofunni.“

„Við tókum svo einnig þátt í skyndihjálparæfingum á þessum árum þar sem við lékum sjúklinga og settum okkur  þannig inn í aðstæður sem við þurfum svo að eiga við sem hjálparsveitarmenn,“ segir hann.

-JHJ

Fengu þjálfun á Slysavarðstofu

Viltu bæta við frásögnina eða koma öðru efni á framfæri?

Hafðu samband við sögunefndina