Fyrsti báturinn var keyptur 1974 og var hann af gerðinni Zodiac M II.  Það ár er hafið samstarf við lögregluna um þjálfun lögreglumanna á bátinn og henni veittur aðgangur að bátnum í neyðartilfellum.  Samstarfið stóð til ársins 2000 eða þar til lögreglan eignaðist sinn eigin bát.

Árið 1979  er keyptur nýr mótor og er hann fyrsti mótorinn sem er með rafstarti.  Fyrsti báturinn er í eigu sveitarinnar til 1980 þá er keyptur annar Zodiac M-2 Mariner. Sá bátur er í eigu sveitarinnar til ársins 1987.  Þá er keyptur Flatakraft Forcey bátur. Þessi bátategund var á þessum tíma flutt inn af Landssambandi hjálparsveita skáta. Þessi bátur er í eigu sveitarinnar til 1994.  1992 voru miklar viðgerðir á honum enda kominn til ára sinna.

Árið 1994  er keyptur nýr Flatakraft Forsey.  Er þessi bátur með hesti og 70hp utanborðsvél.  Þessi bátur er í eigu sveitarinnar til ársins 2000.

Árið 2000. Eignast sveitin Humber bát sem björgunarsveitin Stefnir átti en báturinn lenti í reiðileysi eftir að björgunarsveitin Stefnir lagði niður starfsemi sína.  Báturinn var í slæmu ástandi er HSSK tók við honum. Var báturinn sendur í viðgerð til aðila í Keflavík. Þar voru allar raflagnir hans endurnýjaðar og keyptir voru uppgerðir mótorar á hann frá RLNI í Bretlandi.  Þetta ár eignaðist sveitin einnig Zodiac M-3 bát. Árið 2003 fær sveitin Rapid Deployment Craft. Er þetta líklega bátur sem flugmálastjórn ákvað að yrði í umsjá HSSK en hann var hugsaður sem björgunarbátur vegna Reykjavíkurflugvallar .

Árið 2008 kaupir sveitin nýjan bát Parker Baltic ICESARA  2×225 hp mótorum í staðinn fyrir Humberbátinn. Árið 2009 bætist sérstakur straumvatnsbátur við.

Þetta er óbreytt samsetning báta til ársins 2014.  Það ár fær sveitin að gjöf frá Ísavía Zodiac MK-5.  Er þá gamli Zodiac báturinn seldur.

Árið 2015 í október fær sveitin  Rafnar Leifur 1100 bát 11.metra með tveimur 250hp Yamaha fjórgengismótorum.  Er hann ásamt Zodiac MK -5 bátaeign sveitarinnar 2017.

Bátaflokkur hefur á þessum árum komið að fjölmörgum leitum og öðrum aðgerðum á sjó og við strendur  í nágreni við Kópavog. Stæðast æfingin sem bataflokkur hefur tekið þátt í var NATO sjóbjörgunaræfing sem haldin var á Kollafirði.  Bátaflokkur hefur komið að björgun og upptöku þriggja flugvéla sem hafa farist á Skerjafirði í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli . Bátaflokkur tók einnig þátt í björgun flugvélar sem hrapaði í Hvalfjörð.

Tekið saman af Þorvaldi J Sigmarssyni

Viltu bæta við frásögnina eða koma öðru efni á framfæri?

Hafðu samband við sögunefndina?

Efni tengt bátasögunni

Æfingar breyttust í útköll

Það tók félaga í bátaflokki HSSK aðeins 19 mínútur á ná í vélarvana bát eftir að útkall barst síðdegis 30. september 2019. Bátaflokkurinn hafði verið við æfingar á bát sveitarinnar, [...]

Bátasagan

Fyrsti báturinn var keyptur 1974 og var hann af gerðinni Zodiac M II.  Það ár er hafið samstarf við lögregluna um þjálfun lögreglumanna á bátinn og henni veittur aðgangur að bátnum í neyðartilfellum.  [...]