Umræða um bílamál hefur alla tíð verið samofin sögu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Á stofnfundi voru þessi mál rædd og allar götur síðan. Hægt og bítandi með mikilli vinnu hafa félagar sveitarinnar byggt upp bílakostinn og hér fyrir neðan má sjá upptalningu þeirra bíla sem sveitin hefur átt og í greininni Bílakosturinn byggður upp á löngum tíma má sjá stutta frásögn hvernig þetta gekk fyrir sig.

Láttu sögunefndina vita ef þú hefur ábendingar um bílasöguna og ertu mögulega með ljósmyndir af bílunum?

Bedford

  • Bílnúmer óþekkt.
  • Árgerð óþekkt.

Bedfordinn var aldrei notaður í útköll né ferðir hjá sveitinni, en hann var búinn öllum hugsanlegum bilunum.

Ford Pickup:

Bílnúmer óþekkt.

Árgerð óþekkt.

Rifinn í varahluti og seldur.

Dodge Weapon:

Bílnúmer: Y 1845

Árgerð: 1953

Var fyrsti nothæfi bíll sveitarinnar og var meðal annars notaður í Vestmannaeyjagosinu.

Dodge Carryall              

5 manna bíll.

Bílnúmer: Y 4187

Árgerð: 1942

Þessi bíll var 3ja dyra með stóru húsi sem var smíðað á hann hér heima, hægt að standa uppréttur í honum og nóg pláss.

GAS Rússajeppi:            14-16 manna bíll ?

Bílnúmer: Y 2308

Árgerð: 1973

Þetta var fyrsta bylting í uppbyggingu á bílaflota sveitarinnar, þegar keyptur var nýr bíll og hann inntéttaður með langsum bekkjum til beggja hliða. Bíllinn var seldur 1978.

GAS Rússajeppi:            14-16 manna bíll ?

Bílnúmer: Y 1845

Árgerð: 1975

Keyptur nýr. Innréttaður með langsætum að aftan. Gat þannig flutt þrjár sjúkrabörur.

GMC Rally Wagon:        12 manna bíll.

Bílnúmer: Y 7644

Árgerð: 1978

Þetta var bíll með sætum fyrir 12 og bar breytt hér heima, sett undir framhásing og millikassi, hækkaður upp og klippt úr hjólskálum að framan. Teppin tekin úr og dúklagður af Oddi Grímssyni en bílaflokkur vann undirvinnu undir handleiðslu Einars Haukssonar.  Einnig var sett toppgrind á bílinn og læsing í afturdrif.  Endaði á 36“ dekkjum. (38)

Chervolet Van:               12 manna bíll.

Bílnúmer: Y 8999

Árgerð: 1979

Þetta var bíll með sætum fyrir 12 og bar breytt hér heima, sett undir framhásing og millikassi, hækkaður upp og klippt úr hjólskálum að framan. Teppin tekin úr og dúklagður af Oddi Grímssyni en bílaflokkur vann undirvinnu undir handleiðslu Einars Haukssonar.  Einnig var sett toppgrind á bílinn.  Endaði á 36“ dekkjum. (38)

Chervolet Suburban:     11 manna bíll.

Bílnúmer: Y 1845

Árgerð: 1984

Þetta er fyrsti bíll sveitarinnar sem breytt var verulega hjá Ragnari Valssyni, toppurinn hækkaður um 25cm smíðaður auka bekkur aftast dúklagður, klippt úr brettum og smíðuð toppgrind og spil sett á hann.

Y-1845 Chevrolet

Mercedes Benz     Vörubíll – 3 manna .

Bílnúmer: Y?

Árgerð: 1973

Vörubifreið sem keypt var til að flytja snjóbíl sveitarinnar með sérsmíðaðar slyskjur sem hannaðar voru í Héðni.

Ford Econeline 250:      12 manna bíll.

Bílnúmer: Y 1846

Árgerð: 1988

Þetta var bíll með sætum fyrir 12 og bar breytt hér heima, sett undir framhásing og millikassi, hækkaður upp og klippt úr hjólskálum að framan. Teppin tekin úr og dúklagður af Oddi Grímssyni en bílaflokkur vann undirvinnu undir handleiðslu Einars Haukssonar.  Einnig var sett toppgrind á bílinn, spil að framan og loftlæsingar að framan og aftan.  Endaði á 38“ dekkjum.

Ford Econeline 250:      12 manna bíll.

Bílnúmer: Y 1301

Árgerð: 1989

Þetta var bíll með sætum fyrir 12 og bar breytt í USA, sett undir framhásing og millikassi, hækkaður upp og klippt úr hjólskálum að framan. Teppin tekin úr og dúklagður af Oddi Grímssyni en bílaflokkur vann undirvinnu undir handleiðslu Einars Haukssonar.  Einnig var sett toppgrind á bílinn, spil að framan og loftlæsingar að framan og aftan.  Endaði á 38“ dekkjum.

Ford Econeline 150

Bílnúmer:

Árgerð: 1988

Bíll sem keyptur var og átti að breyta í öflugan björgunarbíl sem að hætt var við og seldur.

Ford Econeline 350      15 manna bíll.

Bílnúmer: XI 350

Árgerð: 1994

Þetta var bíll með sætum fyrir 15 og bar breytt í USA, sett undir framhásing og millikassi og low gír hækkaður upp og klippt úr hjólskálum að framan og afturhásing færð aftar.  Teppin tekin úr og dúklagður af Oddi Grímssyni en bílaflokkur vann undirvinnu undir handleiðslu Einars Haukssonar.  Einnig var sett toppgrind á bílinn, spil að framan og loftlæsingar að framan og aftan.  Endaði á 38“ dekkjum.

Toyota Land Cruiser 80             5 manna bíll.

Bílnúmer: OZ 360

Árgerð: 1996

Fyrsti bíll sem keyptur var gagngert til að breyta í öflugan jeppa og 2017 er þessi bíll ennþá í notkun.  Meðal annars voru settir í hann loftpúðar að aftan svo að hægt væri að halda sömu hæð óháð hleðslu.  Hefur þessi bíll reynst sveitinni vel þó að búið sé að hressa upp á útlitið og búnað.

Viltu bæta við frásögnina eða koma öðru efni á framfæri?

Hafðu samband við sögunefndina