
Leit að bíl til ferðalaga og æfinga hófst fljótlega eftir stofnun sveitarinnar og loks fannst gripur sem hæfði fjárhag hennar.

Bedfordinn er vígalegur í minningunni
Sagt er frá þessu ævintýri í skemmtilegri frásögn í 10 ára afmælisriti HSSK: „Nú, að lokum fannst fjallabíll af Bedford gerð búinn öllum hugsanlegum bilunum. Eftir áranguslaust mas um að fá bílinn gefins varð að samkomulagi að greiða fimmtánhundruð krónur fyrir „bílinn““,
Framdrifið vann á móti afturdrifinu
Ástæða þótti að skrifa „Bílinn“ innan gæsalappa og mögulega hefur viðgerðarsaga hans verið mönnun þá enn í fersku minni. Grípum aftur niður frásögn afmælisblaðsins:
„Með bjartsýni upp á vasann var haldið heim með skrjóðinn og farið að skipta um bolta og skrúfur, málað og sýslað. Eftir nokkra mánuði og grátlega mikið af þúsundköllum þótti kominn tími til að reyna tækið og viti menn bílinn fór í gang og stefnt var út í næsta drullupitt og sett í framdrifið. Nú fyrst kom babb í bílinn og blöskraði öllum þegar framdrifið vann á móti afturdrifinu og var öllum viðstöddum ljóst að þetta járnarusl æki aldrei um götur bæjarins og var það því selt“.
Kostaði sama og eitt félagsgjald
Bedfordinn, sem lagði meira til viðgerðaþjálfunar félaga sveitarinnar en ferðalaga, var smíðaður í seinni heimsstyrjöldinni, en hafði í mörg ár verið notaður til að ryðja snjó af flugbrautunum á Reykjavíkurflugvelli, áður en honum var lagt og hafði hann staðið í einhvern tíma áður en sveitin eignaðist hann. Sigurður Konráðsson, einn af stofnfélögum HSSK, þekkir söguna vel og skrifaði í 25 ára afmælisblað sveitarinnar. „Bíllinn var nú orðinn æði lúinn og fékkst fyrir eitt þúsund og fimm hundruð krónur, sem var sama upphæð og félagsgjaldið til hjálparsveitarinnar var á þeim tíma“.
You must be logged in to post a comment.