Fyrstu vélsleðarnir sem Hjálparsveit skáta í Kópavogi eignaðist voru keyptir á Akureyri og keyrðir heim yfir hálendið.

Endurnýjun á sleðum hefur verið mikil í gegnum tíðina og sveitin hefur átt allnokkra sleða til leitar og björgunarstarfa.  Ólafur Arnar Gunnarsson tók saman yfirlit yfir vélsleðaeign HSSK í gegnum tíðina.

Polaris Longtrack

Fyrstu sleðarnir sem HSSK eignaðist voru tveir Polaris Longtrack sleðar sem voru keyptir á Akureyri og keyrðir heim yfir hálendið.

Í fyrstu voru þeir svartir en síðar málaðir rauðir. Gott pláss fyrir farþega. Búnaður var í krossviðarkassa.

Árgerð óþekkt (198?).

Ski-Doo Alpine

Ski-Doo var þungur sleði með eitt skíði og tvö belti. Góður dráttarsleði.

Upplýsingar vantar um kaupár og söluár.

Yamaha ET 340

Sveitin átti tvo gráa Yamaha sleða.

1. Keyptur: 22.12.1987. Seldur: 17.12.1992.
2. Keyptur: 22.12.1987. Seldur: 17.12.1992.

Arctic Cat Cheetah Touring

Sveitin átti tvo slíka sleða

1. Keyptur: 12.01.1989. Seldur: 25.03.1991.
2. Keyptur: 12.01.1989. Seldur: 25.03.1991.

Vél: 500. Afl: ?? hp, 41 kW. Belti: 16×156.

Sleðar með löngu belti.

Arctic Cat El Tigre EXT Mountain Cat 530

Tveir sleðar af þessari gerð voru í eigu sveitarinnar. Keyptir sem eftirárs sleðar

1. Keyptur: 21.01.1992. Seldur: 12.01.1995.
2. Keyptur: 21.01.1992. Seldur: 25.01.1995.

Vél: 530. Afl: ?? hp, 56 kW. Belti: 15×136.

Myndir fengnar af sambærilegum sleðum.

Polaris Widetrak

Sveitin átti einn slíkan sleða

1. Keyptur: 18.02.1993. Seldur: 07.04.1999.

Vél: . Afl: ?? hp, 44 kW. Belti: ??.

Sleði með breitt og langt belti. Þungur dráttarsleði með mikinn burð. Búnaður í stórum álkassa aftaná.

Mynd af sambærilegum sleða.

Arctic Cat Wildcat 700 EFI Mountain Cat

Þessir þrír sleðar voru fyrstu aflmiklu sleðarnir sem HSSK eignaðist. Mikið afl og góð fjöðrun miðað við þennan tíma. Sætið á þeim var stytt til að koma fyrir farangursgrind og stórum álkassa. Erfiðir í rekstri, en einn brann á Vatnajökli eftir að hafa verið keyrður í handbremsu og einn lenti í sprungu á Mýrdalsjökli með skelfilegum afleiðingum þar sem félagi sveitarinnar lést.

1. Keyptur: 08.02.1995. Seldur: 27.03.1995.
2. Keyptur: 08.02.1995. Seldur: 30.03.1999.
3. Keyptur: 24.03.1995. Seldur: 18.09.1998.

Vél: 700. Afl: 110 hp, 83 kW. Belti: 15×136.

Ski-Doo Grand Touring 583

Sveitin eignaðist þrjá slíka sleða 1998. Ágætir ferðasleðar sem gátu borið mikinn farangur og fóru vel með ökumann. Góðir á flatlendi og á jöklum
en áttu ekkert erindi í brekkur eða djúpan snjó. Eyddu miklu bensíni miðað við lítið afl. Belti neglt með stöddum. Þungir sleðar með efnislitlar framstífur sem þoldu lítil högg. Nýttust þó HSSK vel. Einn sleðinn heiltjónaðist er hann lenti á grjóti á landsæfingu á Mosfellsheiði árið 2000.

1. Keyptur: 19.02.1998. Seldur: 18.04.2000.
2. Keyptur: 18.09.1998. Seldur: 18.12.2001.
3. Keyptur: 30.11.1998. Seldur: 06.09.2001.

Vél: 583. Afl: ?? hp, 73 kW. Belti: 15x136x1.

Ski-Doo Grand Touring 600

Fjórir sleðar voru keyptir árið 2002.  Reyndust ágætir ferðasleðar sem gátu borið mikinn farangur og fóru vel með ökumann. Góðir á flatlendi og á jöklum
en áttu ekkert erindi í brekkur eða djúpan snjó. Eyddu miklu bensíni miðað við lítið afl. Belti neglt með stöddum. Þungir sleðar með efnislitlar framstífur sem þoldu lítil högg. Einn sleði altjónaðist þegar hann lenti harkalega á árbakka inn við Landmannlaugar og því átti HSSK aldrei nema þrjá svona sleða í einu. HSSK átti þessa sleða allt of lengi, en þeir urðu úreltir sem björgunartæki þegar Ski-Doo REV sleðarnir komu á markað árið 2003.

1. Keyptur: 13.02.2002. Seldur: 13.03.2002.
2. Keyptur: 13.02.2002. Seldur: 03.02.2005.
3. Keyptur: 13.02.2002. Seldur: 21.09.2006.
4. Keyptur: 27.03.2002. Seldur: 21.09.2006.

Vél: 600. Afl: ?? hp, 75 kW. Belti: 15x136x1.

Yamaha RS Vector Mountain

Þessir sleðar voru umdeildir meðal félaga sveitarinnar og sögðu margir að þeir hefðu fáa kosti en marga galla. Þeir voru þungir og með lélega aksturseiginleika. Þyngdarpunkturinn var hár og ultu því auðveldlega. Sleðarnir voru keyptir þvert á vilja félaga í sleðaflokki sem vöruðu við kaupunum.

1. Keyptur: 03.02.2005. Seldur: 20.10.2008.
2. Keyptur: 03.02.2005. Seldur: 20.10.2008.

Vél: 1000 4stroke. Afl: 120 hp, 87 kW. Belti: 15x151x2. Gerð: RS.

Yamaha Apex Mountain 162

Þessi sleði hentaði ekki sem björgunarsleði þó í honum væri aflmikill mótor, sæmileg afturfjöðrun og langt og gróft belti sem var neglt með karbítskrúfum. Sleðinn var góður að fara upp beinar brekkur en hafði enga aksturs-eiginleika utan það og var mjög valtur. Þessi sleði var alltof þungur og var m.a. 70 kg þyngri en Ski-Doo REV arftakinn.  Ef ökumaður festi sleðann þá tók við langur snjómokstur.
Púströrin blésu aftur á búnaðinn og áttu heit púströrin nokkrar farangurstöskur á samviskunni. Sleði sem enginn saknar.

Sleði keyptur: 13.01.2006. Seldur: 15.11.2007.
Vél: 1000 4stroke. Afl: 150 hp, 103 kW. Belti: 16x162x2,25. Gerð: RX1.

Ski-Doo Summit Adrenaline 151

Góður sleði sem reyndist mjög vel. Fyrsti alvöru fjallasleði HSSK með góðri fjöðrun og nægt afl. Rúmgott sæti til að taka farþega og neglt belti með karbítskrúfum. Bylting fyrir sleðaflokk að fá þetta tæki. Eini gallinn var einfaldir demparar en aðrir eiginleikar bættu það upp.

Keyptur: 10.01.2007. Seldur: 09.11.2011.

Vél: 800R PowerTEK. Afl: 150 hp, 113 kW. Belti: 16x154x2,25. Gerð: REV.

Ski-Doo Summit X 154

Góðir sleðar og mikil framför á aksturseiginleikum frá fyrri gerð. Galli var að þeir voru ekki nægilega sterkbyggðir fyrir þann búnað og notkun sem björgunarsleðar þurfa. Beltið var skrúfað með karbítnöglum og farangur var í stórum sérsaumuðum pokum á tunneli sem því miður voru ekki vatnsheldir.

1. Keyptur: 21.12.2007. Seldur: 15.02.2012.
2. Keyptur: 09.01.2008. Seldur: 01.02.2011.
3. Keyptur: 09.01.2008. Seldur: 29.11.2012.

Vél: 800R PowerTEK. Afl: 150 hp, 113 kW. Belti: 16x154x2,25. Gerð: XP.

Ski-Doo Freeride 154 (2011)

Sterkir og góðir alhliða björgunarsleðar. Reyndust mjög vel. Belti var skrúfað með karbítnöglum. Á tönnelið var skrúfuð sérstök farangursgrind sem einnig virkaði sem styrking. Flatur bensínbrúsi og vatnsheldir pokar mynduðu sléttan flöt fyrir farangur. Sterkur sleði sem tók mikinn búnað.

1. Keyptur: 11.01.2011. Seldur: 24.01.2014.
2. Keyptur: 11.01.2011. Seldur: 31.03.2014.

Vél: 800R E-TEC. Afl: 160 hp, 108 kW. Belti: 16x154x2,25. Gerð: XP.

Ski-Doo Freeride 154 (2012)

Sterkir og góðir alhliða björgunarsleðar. Reyndust mjög vel. Belti var skrúfað með karbítnöglum. Á tönnelið var skrúfuð sérstök farangursgrind sem einnig virkaði sem styrking. Flatur bensínbrúsi og vatnsheldir pokar mynduðu sléttan flöt fyrir farangur. Sterkur sleði sem tók mikinn búnað.

1. Keyptur: 13.12.2011. Seldur: 04.12.2014.
2. Keyptur: 13.12.2011. Seldur: 04.12.2014.

Vél: 800R E-TEC. Afl: 160 hp, 108 kW. Belti: 16x154x2,25. Gerð: XP.

Ski-Doo Freeride 154 (2014)

Sterkir og góðir alhliða björgunarsleðar sem reyndust mjög vel. Belti var skorið í 2“ og neglt með stöddum. Á tönnelið var skrúfuð sérstök farangursgrind sem einnig virkaði sem styrking. Flatur bensínbrúsi og vatnsheldir pokar mynduðu sléttan flöt fyrir farangur. Tók mikinn búnað. Öflugir stuðarar og LED ljóskastari
í húddi.

1. Keyptur: 27.01.2014. Seldur: 13.01.2017.
2. Keyptur: 27.01.2014. Seldur: 13.01.2017.

Vél: 800R E-TEC. Afl: 160 hp, 108 kW. Belti: 16x154x2,5. Gerð: XM.

Ski-Doo Freeride 154 (2015)

Sterkir og góðir alhliða björgunarsleðar sem reyndust mjög vel. Belti var skorið í 2“ og neglt með stöddum. Á tönnelið var skrúfuð sérstök farangursgrind sem einnig virkaði sem styrking. Flatur bensínbrúsi og vatnsheldir pokar mynduðu sléttan flöt fyrir farangur. Tók mikinn búnað. Öflugir stuðarar og LED ljóskastari
í húddi.

1. Keyptur: 17.11.2014. Seldur: ?.
2. Keyptur: 17.11.2014. Seldur: ?.

Vél: 800R E-TEC. Afl: 160 hp, 108 kW. Belti: 16x154x2,5. Gerð: XM.

Vél: 800R E-TEC. Afl: 160 hp, 108 kW. Belti: 16x154x2,5. Gerð: XM.

Ski-Doo Expedition Xtreme 154 (2016)

Gríðarlega öflugur tveggja manna sleði með mikið flot og nóg afl. Góður dráttarsleði og fer létt með að draga stóra og þunga aftaníþotu. Er með rafmagnsspil sem hægt er að setja í prófíltengi að aftan. Góður ferðasleði með háu og lágu drifi. Sér sæti með handföngum fyrir farþega, sem er útskiptanlegt fyrir auka bensínbrúsa. Vatnskassi með kæliviftu gerir það að verkum að sleðinn yfirhitnar ekki þó að hann sé lengi stopp. Belti neglt með stöddum.

1. Keyptur: 04.02.2016. Seldur: ?.

Vél: 800R E-TEC. Afl: 160 hp, 108 kW. Belti: 20x154x1,75. Gerð: XU. Aukabúnaður: Spil.

Ski-Doo Summit X 165  (2017)

Mikið flot og grip í belti. Nægt afl. Hentar vel í þungt færi og erfiðar brekkur. Auðvelt að keyra og góður í tæknilegan akstur. Mikið flot í vatni. Ókostir eru að þessir sleðar henta síður sem ferðasleðar, eru með aðeins of stutt sæti til að taka farþega með góðu móti og eru með ódýra dempara. Ekki hægt að negla beltið með stöddum. Belti var skorið í 2,5“ og skrúfað með karbítskrúfum. Þar sem sleðarnir eru svartir var ákveðið að setja stóra gula límmiða á þá. Farangur er leystur með LinQ festingum og sérsmíðaðri LinQ farangursgrind. Mjög fljótt að taka bensínbrúsa og farangur af sleðanum (10sec). Öflugir stuðarar og LED ljóskastari í húddi.

1. Keyptur: 12.01.2017. Seldur: ?.
2. Keyptur: 12.01.2017. Seldur: ?.

Vél: 850 E-TEC. Afl: 180 hp, 115 kW. Belti: 16x165x3. Gerð: G4.

Ski-Doo Freeride 165 (2018)

Mikið flot og grip í belti. Sterkur sleði með nægt afl. Hentar vel í þungt færi og erfiðar brekkur. Auðvelt að keyra og góður í tæknilegan akstur. Mikið flot í vatni og krapa. Ókostir eru að þessir sleðar henta síður sem ferðasleðar og eru með aðeins of stutt sæti til að taka farþega með góðu móti. Góðir öflugir demparar.
Farangur er leystur með LinQ festingum og sérsmíðaðri LinQ farangursgrind. Mjög fljótt að taka bensínbrúsa og farangur af sleðanum (10sec). Öflugir stuðarar og LED ljóskastari í húddi.

1. Keyptur: XX.XX.2017. Seldur: ?.
2. Keyptur: XX.XX.2017. Seldur: ?.

Vél: 850 E-TEC. Afl: 180 hp, 115 kW. Belti: 16x165x2,5. Gerð: G4.

Viltu bæta við frásögnina eða koma öðru efni á framfæri?

Hafðu samband við sögunefndina