Búinn öllum hugsanlegum bilunum

Leit að bíl til ferðalaga og æfinga hófst fljótlega eftir stofnun sveitarinnar og loks fannst gripur sem hæfði fjárhag hennar. Bedfordinn er vígalegur í minningunni Sagt er frá þessu ævintýri í skemmtilegri frásögn í 10 ára afmælisriti HSSK: „Nú, að lokum fannst fjallabíll af Bedford gerð búinn öllum hugsanlegum bilunum. Eftir áranguslaust mas um að fá bílinn gefins varð að samkomulagi að greiða fimmtánhundruð krónur fyrir „bílinn““, Framdrifið vann á móti afturdrifinu Ástæða þótti að skrifa „Bílinn“ innan gæsalappa og mögulega hefur viðgerðarsaga hans verið mönnun þá enn í fersku minni. [...]